Hestamannafélagið Hornfirðingur

Velkomin á heimasíðu Hornfirðings

Marmið félagsins er að efla hestamennsku og hrossarækt á félagssvæðinu.
Því marki hyggst félagið ná með því að:

  • Halda árlega hestamót eitt eða fleiri á félagssvæðinu.

  • Hvetja til aukinnar hestamennsku, svo sem með leiðbeiningum um tamningar, fóðrun og meðferð hesta, og annara fræðslu um hestamennsku og hrossarækt.

  • Vinna að bættri aðstöðu félagsins og félagsmanna til hestaþinga, skemtiferða, hagagöngu og öðru sem stuðlar að hestamennsku.

  • Efla áhuga barna og unglinga á hestamennsku og hestaíþróttum m.a. með því að halda reiðskóla og reiðnámskeið.

  • Hafa samstarf við önnur hestamannafelög ásamt þátttöku í starfi Landsmanbands hestamannafélaga.



Um félagið

Hestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað þann 17. maí 1936

Félagssvæði Hornfirðings er við Fornustekka í Nesjum, Hornafirði.
Afleggjari er móts við Litlu-Sveitasjoppuna (N1)
Þar er félagshúsið okkar; Stekkhóll, reiðhöll, hesthús (bæði við reiðhöll og innar á svæðinu), keppnisvöllur sem er bæði 200m og 300m hringvöllur, ásamt 800m grasbraut.

Loftmynd af félagssvæðinu - vinstra megin við hringveginn

Hafðu samband: hornfirdingur36@gmail.com